Undanúrslit Marsfársins voru leikin seint í gærkvöldi og í nótt í New Orleans í Bandaríkjunum.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Kansas lið Villanova nokkuð örugglega 65-81. David McCormack frábær fyrir Kansas í leiknum með 25 stig og 9 fráköst á meðan að Brandon Slater dró vagninn fyrir Villanova með 16 stigum og 8 fráköstum.

Í seinni leiknum lagði North Carolina granna sína í Duke í spennuleik 81-77. Leikurinn var sá síðasti sem að þjálfari Duke Mike Krzyzewski þjálfaði liðið, en hann tók við því árið 1980 og var þetta því hans 42. tímabil. Fyrir North Carolina var Caleb Love atkvæðamestur með 28 stig og 4 fráköst á meðan að Paolo Banchero setti 20 stig og tók 10 fráköst fyrir Duke.

Það verða því Kansas og North Carolina sem mætast í úrslitum mótsins, en leikurinn fer fram eftir miðnætti mánudag 4. apríl kl. 01:20.

Tölfræði leikjanna

Úrslit:

Kansas 65 – 81 Villanova

North Carolina 81 – 77 Duke

Náðu úrslita leik Marsfársins á ESPN Player með því að skrá þig hér

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda