Leikmaður Njarðvíkur í Subway deildinni Vilborg Jónsdóttir hefur samið við Minot State University í bandaríska háskólaboltanum um að leika með liðinu frá og með næsta tímabili.

Minot State er staðsett í Minot í Norður Dakóta ríki Bandaríkjanna og leikur í annarri deild bandaríska háskólaboltans, nánar tiltekið í Northern Sun deildinni.

Vilborg hefur leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Njarðvíkur, ásamt því að hafa verið mikilvægur hluti af yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.