Stjarnan og Þór mætast kl. 16:45 í dag í bikarúrslitaleik í Smáranum. Bæði lið tryggðu sig í úrslitin síðastliðin miðvikudag, Stjarnan með framlengdum sigri gegn Keflavík á meðan að Þórsarar lögðu Val.

Hérna eru leikir dagsins

Karfan hafði samband við þjálfara Hattar í fyrstu deildinni Viðar Örn Hafsteinsson og fékk hann til þess að spá fyrir úrslitum í leiknum.

Hvernig heldurðu að leikurinn eigi eftir að spilast?

“Þetta verður hraður leikur og það mun skipta miklu hvernig Stjörnunni tekst að hægja á Masarelli og Watson til þess að hanga í þeim og hafa þetta jafnt í lokinn. Ef þetta verður hníf jafnt í lokin þá mun Turner koma sterkur inn. En tilfinningin segir að þetta verði ekki spennandi eins og við öll viljum, Þórsarar taka þetta sannfærandi og Jóhanna tekur sundsprett með bikarinn”

Hvernig fer?

“Þór Þorlákshöfn vinnur 91-80”