Leikmaður Njarðvíkur í Subway deildinni Veigar Páll Alexandersson og leikmaður Selfoss í fyrstu deildinni Óli Gunnar Gestsson hafa samið við Chowan University skólann í bandaríkjunum um að leika með þeim frá og með næsta tímabili.

Báðir hafa leikmennirnir verið öflugir fyrir sín lið í vetur. Veigar Páll með toppliði Njarðvíkur í Subway deildinni og Óli Gunnar með Selfoss í baráttunni í fyrstu deildinni.

Chowan leika í annarri deild bandaríska háskólaboltans og er staddur í Murfreesboro í Norður Karólínu.