Valur lagði Þór Akureyri í Origo Höllinni í kvöld í Subway deild karla, 129-84. Eftir leikinn er Valur í 4. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Þór Akureyri er í 12. sætinu með 2 stig.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í kvöld var Jacob Calloway með 38 stig og 8 fráköst. Honum næstur var Pablo Bertone með 21 stig og 5 stoðsendingar.

Fyrir gestina frá Akureyri var August Emil Haas atkvæðamestur með 19 stig og þá bætti Kolbeinn Fannar Gíslason við 15 stigum.

Bæði lið eiga leik næst þann 27. mars. Þór Akureyri fær KR í heimsókn á meðan að Valur og Breiðablik eigast við í Origo Höllinni.

Tölfræði leiks