Þrír leikir fóru fram í Subway deild karla í kvöld.

Stjarnan lagði Grindavík eftir framlengingu í MGH, Tindastóll vann ÍR í Hellinum í Breiðholti og í Þorlákshöfn báru Íslandsmeistarar Þórs sigurorð af Val.

Þá var leik Vestra og Njarðvíkur sem fara átti fram á Ísafirði frestað vegna ófærðar.

Staðan í deildinni

Leikir dagsins

Subway deild karla

Stjarnan 91 – 87 Grindavík

ÍR 71 – 75 Tindastóll

Vestri Njarðvík – Frestað

Þór 88 – 69 Valur – kl. 20:15