Deildakeppni Subway deildar karla lauk í kvöld með sex leikjum. Í Njarðvík tryggðu heimamenn sér deildarmeistaratitilinn með sigri á grönnum sínum í Keflavík. Í Kópavogi unnu Stjörnumenn sigur á Blikum, sem þýðir að KR nær síðasta sætinu í úrslitakeppninni þrátt fyrir tap á heimavelli gegn Val. Tindastóll unnu heimasigur á Þór Akureyri, Íslandsmeistarar Þórs unnu útisigur á Grindavík og loks vann ÍR sigur á Vestra á Ísafirði.

Úrslit

Subway deild karla

Njarðvík 98-93 Keflavík

Vestri 81-92 ÍR

Grindavík 93-105 Þór Þorl.

Tindastóll 99-69 Þór Akureyri

Breiðablik 105-107 Stjarnan

KR 54-72 Valur