Undanúrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna halda áfram í kvöld með tveimur leikjum.
Í Hellinum í Breiðholti mæta heimakonur í ÍR liði KR og geta þær með sigri tryggt sig áfram í úrslitaeinvígið. Þá eigast við deildarmeistarar Ármanns og Hamar/Þór í Kennó, en staðan í því einvígi er 1-1.
Leikir dagsins
Fyrsta deild kvenna
ÍR KR – kl. 18:00
ÍR leiðir einvígið 2-0
Ármann Hamar/Þór – kl. 19:15
Einvígið er jafnt 1-1