Tryggvi Snær Hlinason og Casademont Zaragoza töpuðu í dag fyrir Tenerife í ACB deildinni á Spáni, 62-77.

Eftir leikinn er Zaragoza í 13. sæti deildarinnar með 35 stig.

Tryggvi hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum, en á 9 mínútum spiluðum skilaði hann tveimur fráköstum.

Næsti leikur Tryggva og Zaragoza í deildinni er þann 20. mars gegn Martin Hermannssyni og félögum í Valencia.

Tölfræði leiks