Birna Benónýsdóttir og Binghamton Bearcats máttu þola tap fyrir Vermont Catamounts í átta liða úrslitum American East deildar bandaríska háskólaboltans, 63-71.

Á 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Birna 5 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Leikurinn var sá síðasti á tímabilinu hjá Binghamton, sem í heild vann sjö leiki og tapaði tuttugu í vetur.

Tölfræði leiks