Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í lokaleik deildarkeppni MAAC deildarinnar gegn Canisius Golden Griffins, 62-71.

Leikurinn sá síðasti í deild í vetur hjá Iona, en þær enduðu í 8. sæti deildarinnar með 8 deildarsigra og 12 töp á tímabilinu.

Á 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna sex stigum, sex fráköstum og stoðsendingu.

Næst á dagskrá hjá Þórönnu og Iona eru átta liða úrslit deildarinnar, þar sem þær mæta Rider Broncs þann 8. mars.

Tölfræði leiks