Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap í átta liða úrslitum MAAC úrslitakeppninnar í gærkvöldi fyrir toppliði Fairfield Stags, 56-69.

Þóranna hafði hægt um sig sóknarlega í leiknum, en á 17 mínútum spiluðum skilaði hún tveimur fráköstum og stoðsendingu.

Iona hefur því lokið keppni þetta tímabilið, en í heild unnu þær ellefu leiki og töpuðu sextán á tímabilinu.

Tölfræði leiks

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda