Þóranna Kika Hodge Carr og Iona Gaels máttu þola tap fyrir Niagra Purple Eagles eftir framlengdan leik í bandaríska háskólaboltanum, 50-66.

Eftir leikinn er Iona í 8. sæti MAAC deildarinnar með átta deildarsigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Á 36 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóranna 6 stigum, 4 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Þóranna og Iona eiga einn leik eftir í deildarkeppni þessa tímabils, en það er nú á laugardag 5. mars gegn Canisius Golden Griffins.

Tölfræði leiks