Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu BMS Herlev í kvöld í fyrsta leik undanúrslitaeinvígis liðanna í úrslitakeppninni í Danmörku, 70-57.

Á rúmri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Þóra Kristín 6 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Ástrós Lena lék öllu minna, rúmar 3 mínútur og komst ekki á blað í stigaskorun í leiknum.

Næsti leikur AKS Falcon og BMS Herlev er þann 2. apríl.

Tölfræði leiks