Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu SISU í dag í dönsku úrvalsdeildinni, 83-46.

Eftir leikinn er AKS í efsta sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Amager sem er í öðru sætinu.

Á tæpum 23 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín 5 stigum, 8 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Ástrós Lena lék heldur minna, tæpar 18 mínútur og skilaði á þeim 5 stigum, frákasti og stoðsendingu.

Næsti leikur AKS í deildinni er þann 18. mars gegn BMS Herlev.

Tölfræði leiks