Tveir leikir fóru fram í átta liða úrslitum Marsfársisns í gærkvöldi og í nótt.

Leikirnir voru þeir seinni tveir í átta liða úrslitunum, en deginum áður höfðu Villanova og Duke tryggt sig áfram í undanúrslitin.

Hvorugur var leikurinn nokkuð sérstaklega spennandi undir lokin þar sem að Kansas lögðu Miami nokkuð örugglega og North Carolina batt enda á öskubuskuævintýri St. Peters með öruggum sigri.

Úrslit:

Miami 50 – 76 Kansas

St. Peters 49 – 69 North Carolina

Undanúrslit mótsins fara fram komandi laugardagskvöld 2. apríl. Þar munu Villanova og Kansas mætast og Duke og North Carolina.

7 daga prufa fylgir öllum nýjum áskriftum ESPN Player með því að skrá sig hér

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda