Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals máttu þola fjögurra stiga tap fyrir Buffalo Bulls í gærkvöldi í úrslitaleik MAC deildarinnar, 75-79.

Thelma Dís lék allar 40 mínútur leiksins og skilaði 20 stigum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta.

Með sigri hefði Ball State tryggt sér farmiða í Marsfárið, en samkvæmt skipulagi var þetta síðasti leikur þeirra á tímabilinu, þar sem þær unnu 20 leiki og töpuðu 12.

Tölfræði leiks

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda