Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Toledo Rockets í gær í undanúrslitum úrslitakeppni MAC deildar bandaríska háskólaboltans, 71-66.

Sigurinn verður að teljast nokkuð afrek fyrir Ball State, en Toledo höfðu áður unnið deildarkeppni MAC deildarinnar, þar sem þær töpuðu aðeins einum deildarleik á tímabilinu.

Thelma Dís lék allar 40 mínútur leiksins og skilaði tveimur stigum, fjórum fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og tveimur vörðum skotum.

Í dag leika þær úrslitaleik keppninnar gegn Buffalo Bulls, en Bulls höfnuðu í öðru sæti MAC deildarinnar á tímabilinu.

Tölfræði leiks

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda