Thelma Dís Ágústsdóttir og Ball State Cardinals lögðu Eastern Michigan Eagles í lokaleik deildarkeppni MAC deildarinnar, 92-58.

Leikurinn sá síðasti í deild í vetur hjá Ball State, en þær enduðu í 4. sæti deildarinnar með 11 deildarsigra og átta töp á tímabilinu.

Á 33 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Thelma Dís 24 stigum, 8 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Næst á dagskrá hjá Thelmu Dís og Ball State eru átta liða úrslit deildarinnar, þar sem þær mæta Northern Illinois þann 9. mars.

Tölfræði leiks