Thea eftir glæsilegan sigur Grindavíkur í Ólafssal “Lögðum okkur 100% fram”

Grindavík lagði Hauka í kvöld í Ólafssal, 77-83. Eftir leikinn eru Haukar í 3. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Grindavík er í 6. sætinu með 12 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Theu Ólafíu Lucic Jónsdóttur eftir leik í Ólafssal. Thea var frábær fyrir Grindavík í kvöld, skilaði 15 stigum, 4 fráköstum og 4 stoðsendingum.