Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats eru úr leik 64 liða úrslitum í Marsfárinu eftir svekkjandi eins stigs tap fyrir Michigan State í nótt, 74-73.

Tímabil Davidson er því á enda, en þeim gekk afar vel framan af tímabili, þar sem þeir meðal annars unnu deildarkeppni Atlantic 10 deildarinnar með 15 deildarsigra og aðeins 3 töp, en í heild á tímabilinu vann liðið 27 leiki og tapaði 6.

Tölfræði leiks

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda