Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats munu taka þátt í Marsfárinu þetta árið, en mótið er stærsta lokamót háskólaboltans þar sem að aðeins bestu lið Bandaríkjanna fá að taka þátt. 

Í fyrstu umferð útsláttarkeppninnar mun Davidson mæta Michigan State í Bon Secours Wellness höllinni í Greenville í Suður Karólínu, en leikurinn er á dagskrá kl. 01:40 eftir miðnætti í kvöld (aðfaranótt laugardags)

Davidson gekk einstaklega vel á tímabilinu. Voru efstir í deildarkeppni Atlantic 10 deildarinnar með 15 deildarsigra og aðeins 3 töp, en í heild á tímabilinu vann liðið 27 leiki og tapaði 6.

Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum

Hérna er hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda