Stjarnan lagði Beiðablik rétt í þessu í VÍS bikarúrslitaleik 9. flokks drengja, 66-59.

Fyrir leik

Stjarnan er taplaus í deildinni í vetur með 11 sigra og í efsta sætinu á meðan að Breiðablik er í þriðja sætinu með 6 sigra. Liðin mættust síðast í upphafimánaðar, þá hafði Stjarnan 7 stiga sigur, 60-67.

Gangur leiks

Í upphafi leiks skiptast liðin á snöggum áhlaupum. Stjarnan nær þó að vera skrefinu á undan að loknum fyrsta, 17-12, þar sem að Björn Skúli Birgisson var strax kominn með 8 stig. Undir lok fyrri hálfleiksins lætur Stjarnan svo kné fylgja kviði, keyra forystu sína mest í 16 stig í öðrum leikhlutanum og eru 15 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 37-23.

Stigahæstur Blika í fyrri hálfleiknum var Jökull Otti Þorsteinsson með 8 stig á meðan að Guðlaugur Heiðar Davíðsson var kominn með 13 fyrir Stjörnuna.

Blikar mæta brjálaðir til leiks í seinni hálfleiknum. Skera forystu Stjörnunnar minnst niður í 5 stig undir lok þriðja leikhlutans, 46-41, en munurinn er 6 stig fyrir þann fjórða, 48-42. Áfram halda Blikar að minnka muninn í upphafi fjórða leikhlutans og eru komnir þremur stigum frá þeim þegar 6 mínútur eru eftir af leiknum, 49-46. Með þristi frá Degi Korti Ólafssyni ná Blikar svo að jafna leikinn í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta í stöðunni 49-49. Undir lok leiksins nær Stjarnan svo aftur yfirhöndinni og eru 6 stigum yfir þegar um mínúta er eftir, 61-55. Gera svo vel undir lokin að klára leikinn með 7 stiga sigri, 66-59.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur í liði Blika í dag var Jökull Otti Þorsteinsson með 14 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Logi Guðmundsson við 22 stigum og 11 fráköstum.

Fyrir Stjörnuna var Guðlaugur Heiðar Davíðsson atkvæðamestur með 25 stig, 9 fráköst og Atli Hrafn Hjartarson honum næstur með 12 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Bára Dröfn)