Stjarnan lagði Keflavík rétt í þessu í undanúrslitum VÍS bikarkeppni karla, 95-93. Keflvík því úr leik í keppninni á meðan að Stjarnan mætir sigurvegara viðureignar Vals og Þórs komandi laugardag í úrslitaleik.

Fyrir leik

Liðin höfðu í tvígang mæst í Subway deildinni á tímabilinu og skipt með sér sigrum. Keflavík vann leikinn fyrir áramót, en Stjarnan leik seinni umferðarinnar.

Gangur leiks

Leikur dagsins fór nokkuð hratt af stað, en samt var eins og liðin væru eilítið taugastrekkt, þar sem þeim gekk bölvanlega að skora boltanum, 4-5 eftir fimm mínútna leik. Keflavík náði þó að vera skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum, setja forystu sína mest í 7 stig, en eru 4 á undan að fjórðungnum loknum, 19-23. Með sterku 9-0 áhlaupi nær Stjarnan að hrifsa forystuna af Keflavík um miðjan annan leikhlutann, 36-30. Með herkjum ná þeir að halda því forskoti út hálfleikinn, sem endar 41-36.

Stigahæstur fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik var David Gabrovsek með 15 stig, en þau skoraði hann öll í fyrsta leikhluta. Fyrir Keflavík var Dominykas Milka stigahæstur með 10 stig.

Stjarnan nær mestu forystu sinni til þessa í upphafi seinni hálfleiksins, 9 stigum, en Keflavík nær að klóra sig til baka og taka forystuna á nýjan leik þegar um 4 mínútur eru eftir af þeim þriðja, 53-54. Á lokamínútum fjórðungsins er leikurinn svo í járnum. Staðan fyrir þann fjórða 60-62 fyrir Keflavík.

Keflavík nær að vera körfu á undan fyrstu rúmar fjórar mínútur fjórða leikhlutans. Leikurinn þó í miklu jafnvægi á þessum mínútum, þar sem lítið sem ekkert datt fyrir bæði lið. Þetta er svo bara stál í stál fram á lokamínúturnar. Þegar um mínúta er eftir kemst Stjarnan þremur stigum yfir, 80-77. Þegar 10 sekúndur eru eftir eru þeir eru þeir svo 3 stigum yfir, en Jaka Brodnik jafnar fyrir Keflavík og sendir leikinn í framlengingu, 82-82.

Í upphafi framlengingar virðist Keflavík ætla sigla þessum sigur í höfn. Stjarnan er þó dugleg að koma sér á línuna og þannig halda í við þá. Þegar 45 sekún dur eru eftir nær Gunnar Ólafsson að minnka muninn í 2 stig með laglegum þrist, 91-93. Stjarnan stoppar á varnarhelmingi vallarins og Robert Turner kemur þeim stigi yfir með öðrum þrist þegar 12 sekúndur eru eftir. Í lokasókn Keflavíkur fær Darius Tarvydas gott skot til þess að vinna leikinn, en allt kemur fyrir ekki, Stjarnan sigrar að lokum

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur í liði Stjörnunnar var Robert Turner með 24 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Hilmar Smári Henningsson við 17 stigum, 9 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Fyrir Keflavík var Mustapha Heron atkvæðamestur með 25 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Honum næstur var Dominykas Milka með 14 stig og 13 fráköst.

Hvað svo?

Úrslitaleikur keppninnar er komandi laugardag 19. mars, en þar munStjarnan mæta siguvegara viðureignar Þórs og Vals sem fram fer nú kl. 20:00.

Hérna er dagskrá VÍS bikarvikunnar

Tölfræði leiks

Myndasafn (Márus Björgvin)