Tveir leikir fara fram í yngri flokka úrslitum VÍS bikarkeppninnar í dag í Smáranum. Í fyrri leik kvöldsins eigast við Fjölnir og Stjarnan í stúlknaflokk, en í þeim seinni KR og Fjölnir í unglingaflokk.

Hérna er dagskrá VÍS bikarvikunnar

Karfan spjallaði við mótastjóra KKÍ Snorra Örn Arnaldsson eftir undanúrslitaleiki bikarkeppni kvenna í gærkvöldi um hvernig gengið hafi verið að skipuleggja hlutina í Smáranum þessa vikuna.