Snorri Vignisson og Hague Royals máttu þola tap í gærkvöldi fyrir Okapi Aalst í BNXT Elite Silver deildinni í Hollandi/Belgíu, 98-40.

Leikurinn var sá fyrsti hjá liðinu í seinni hluta deildarkeppni þessa tímabils.

Snori hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum en skilaði þremur fráköstum á 11 mínútum spiluðum.

Næsti leikur Snorra og Hague Royals er þann 16. mars gegn Spirou.

Tölfræði leiks