Fjölnir lagði KR í unglingaflokk karla á dögunum í spennuleik, 97-96. Hér fyrir neðan má sjá stórglæsilega flautukörfuna sem skildi liðin að að lokum, en hana setti Ólafur Ingi Styrmisson fyrir Fjölni eftir sendingu Daníels Ágústs Halldórssonar.

Með sigrinum jafnaði Fjölnir lið KR og Stjörnunnar að stigum í 1.-3. sæti deildarinnar.