Fjölnir lagði Stjörnuna með á dögunum í drengjaflokki, 103-82. Fjölnir er sem stendur efst í drengjaflokki með 20 stig á toppi A riðils.

Í leiknum mátti finna laglega takta beggja liða, en líklega enga laglegri heldur en þetta samspil Hilmis Arnarsonar og Elvars Mána Símonarsonar. Eftir leik sagði Hilmir “Við vorum búnir að vera að reyna þetta á æfingu en aldrei tókst það svo heppnaðist það í fyrstu tilraun í leik”