Sigrún Björg Ólafsdóttir og Chattanooga Mocs máttu þola tap fyrir Furman Paladins í gærkvöldi í átta liða úrslitum Southern deildar bandaríska háskólaboltanum, 63-70.

Á 39 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sigrún Björg 8 stigum, 5 fráköstum, 7 stoðsendingum og stolnum bolta.

Leikurinn var sá síðasti á tímabili Chattanooga, sem fyrir leik gærkvöldsins höfnuðu í 6. sæti Southern deildarinnar með fimm deildarsigra og níu töp á tímabilinu.

Tölfræði leiks