Sex leikir fara fram í fyrstu deildum karla og kvenna í kvöld.

Í fyrstu deild kvenna tekur ÍR á móti Snæfell, Stjarnan heimsækir Hamar/Þór, b lið Fjölnis fær Tindastól í heimsókn, Ármann og Vestri eigast við í Kennaraháskólanum og á Akureyri taka heimakonur í Þór á móti KR.

Fari svo að Topplið Ármann vinni Vestra munu þær tryggja sér deildarmeistaratitil fyrstu deildar kvenna. Það þýðir þó ekki að þær fái sæti í Subway deildinni, þar sem sigurvegari úrslitakeppni deildarinnar fer upp, en ekki deildarmeistari líkt og í fyrstu deild karla.

Þá tekur ÍA á móti Skallagrím í fyrstu deild karla.

Leikir dagsins

Fyrsta deild kvenna

ÍR Snæfell – 17:45

Hamar/Þór Stjarnan – kl. 18:00

Fjölnir b Tindastóll – kl. 18:00

Ármann Vestri – kl. 19:15

Þór Akureyri KR – kl. 19:15

Fyrsta deild karla

ÍA Skallagrímur – kl. 19:15