Tindastóll lagði Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn í kvöld í Subway deild karla, 85-91.

Eftir leikinn er Þór í 2. sæti deildarinnar með 32 stig á meðan að Tindastóll er í 4. sætinu með 26 stig.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Daniel Mortensen með 24 stig, 8 fráköst og þá bætti Ronaldas Rutkauskas við 12 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Fyrir gestina úr Skagafirði var Javon Bess bestur með 35 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar. Honum næstur var Sigtryggur Arnar Björnsson með 15 stig og 5 fráköst.

Bæði eiga liðin leik næst komandi fimmtudag 31. mars í lokaumferð Subway deildarinnar, en þá fær Tindastóll lið Þórs Akureyri í heimsókn á meðan að Íslandsmeistarar Þórs heimsækja Grindavík.

Tölfræði leiks