Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Targu Secuiesc í rúmensku úrvalsdeildinni í dag, 40-78.

Leikurinn var sá síðasti í deildinni hjá Phoenix í vetur, en þær enduðu í 4. sæti deildarinnar með 35 stig.

Á 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 19 stigum, 12 fráköstum, 9 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Næsti leikur Söru og Phoenix er þann 28. mars gegn Alexandria í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Tölfræði leiks