Sara Rún Hinriksdóttir og Phoenix Constanta lögðu Alexandria í dag í rúmensku úrvalsdeildinni, 53-63.

Phoenix er eftir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 29 stig.

Á tæpum 30 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Sara Rún 8 stigum, 7 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 stolnum boltum.

Næsti leikur Söru og Phoenix er þann 16. mars gegn Olimpia Brasov.

Tölfræði leiks