Ragnheiður Björk Einarsdóttir og Eckerd Tritons máttu þola tað fyrir Florida Southern Mocs í fjögurra liða úrslitum Sunshine State deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum, 46-58.

Áður hafði Eckerd unnið Nova Southeastern í átta liða úrslitunum, 81-66.

Ragnheiður hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum gegn Florida Southern, en á sex mínútum spiluðum skilaði hún einu frákasti.

Tölfræði leiks

Ragnheiður átti annars fínt tímabil fyrir gífurlega sigursælt lið Eckerd, skilaði 5 stigum, 5 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í 24 leikjum, en liðið vann í vetur tuttugu leiki og tapaði aðeins fjórum.