Haukar og Breiðablik mætast kl. 19:45 í kvöld í bikarúrslitaleik í Smáranum. Bæði lið tryggðu sig í úrslitin síðastliðin fimmtudag, Haukar með sigri gegn Njarðvík á meðan að Blikar lögðu Snæfell.

Hérna eru leikir dagsins

Karfan hafði samband við sérfræðinginn, þjálfara undir 15 ára liðs Íslands og fyrrum þjálfara Hauka og Grindavíkur Ólöfu Helgu Pálsdóttur Woods og fékk hana til að spá fyrir úrslitum.

Hvernig heldurðu að leikurinn eigi eftir að spilast?

“Ég er eiginlega á báðum áttum. Ég held að Haukar gætu hafa öðlast gott sjálfstraust eftir leikinn gegn Njarðvík á miðvikudaginn. Þetta fer annaðhvort á tvo vegu. Ég held alltaf að Breiðablik byrji sterkt en ef að Haukar komast snemma á bragðið þá verður þetta erfitt fyrir Breiðablik. En á hinn bóginn þá er einhver rómantík í því að Blikar séu komnar í úrslit eftir vægast sagt erfiðan vetur, eru á heimavelli og hafa engu að tapa. Því ætla ég að segja að leikurinn verður með mikið af áhlaupum á baða bóga og verður í járnum allan timan”

Hvernig fer leikurinn?

“Ég ætla bara að segja það og að Breiðablik sigri með 2 stigum, eigum við að segja 79-81 fyrir Blika”