Ólafur Björn og Florida Southern slegnir út í fjögurra liða úrslitum

Ólafur Björn Gunnlaugsson og Florida Southern Mocs töpuðu fyrir Nova Southeastern í undanúrslitum SSC deildarinnar, 65-92.

Leikurinn var sá síðasti á tímabilinu hjá Florida Southern, en þeir höfðu unnið Tampa í átta liða úrslitum úrslitakeppni deildarinnar. Heilt yfir vann liðið 16 leiki og tapaði 14 á tímabilinu.

Á þremur mínútum spiluðum í lokaleiknum skilaði Ólafur þremur stigum og frákasti.

Tölfræði leiks