Stjarnan lagði Grindavík í kvöld í framlengdum leik í MGH í Garðabæ, 91-87. Eftir leikinn er Stjarnan í 5. sæti deildarinnar með 22 stig á meðan að Grindavík er í 7. sætinu með 20 stig.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Sverrir Þór Sverrisson þjálfara Grindavíkur eftir leik í MGH.

Það hlýtur vera mjög súrt að tapa á móti liði sem er bara aldrei yfir í leiknum! Þ.e. í venjulegum leiktíma…

Jájá…það er það að sjálfsögðu. Eftir frábæran fyrri hálfleik létum við þá henda okkur út úr öllum hlutum, þeir komu grimmir inn í seinni hálfleikinn og voru náttúrulega löngu komnir inn í þennan leik fyrir lokakaflann þrátt fyrir að komast ekki yfir. Við vorum búnir að vera helvíti sterkir að halda forystunni en því miður þá náðum við ekki að klára þetta.

Einmitt. Þú hefur auðvitað ekki sagt við þitt lið í hálfleik að fara bara út í seinni hálfleikinn og bíða eftir því að leikurinn yrði búinn til að geta fagnað sigrinum…

…nei alls ekki…

…en það virkaði svolítið þannig…menn voru bara svolítið að drippla í sókninni og eins og menn væru bara ekkert að reyna að skora…

Já ég er sammála því. Við bjuggumst auðvitað við því að þeir myndu mæta hrikalega grimmir í byrjun seinni og berja vel á okkur, enda 20 undir. Við ætluðum að reyna að koma boltanum fyrr í lek, reyna að komast bakvið vörnina hjá þeim og fá eitthvað af auðveldum körfum en við gerðum það því miður ekki og gerðum okkur erfitt fyrir. Þeir komu sér inn í þetta og þetta var svo bara járn í járn hérna….

…heldur betur…þetta var orðinn leikur strax í seinni hluta þriðja…

Já algerlega, svo snýst þetta bara um það í lokin að setja stóru skotin, við vorum nálægt því en þeir settu þau í framlengingunni, því miður.

Einmitt…og það brotnaði þarna reglan um að liðið sem setur fyrstu stigin í framlengingu hafi sigur…

…jájá…það er ekki alltaf.

Þið misstuð náttúrulega Naor útaf með 5 villur þegar 3 mínútur voru eftir af fjórða…

Það er dýrt. Hann er okkur mjög mikilvægur og var búinn að stjórna þessu vel. Við vorum nálægt þessu þrátt fyrir að hann hafi verið kominn útaf og það gekk ekki…nú er bara að nýta þetta frí sem við erum að fara í fyrir lokakaflann.

Akkúrat. Það er ekkert smá prógram framundan!

Já það er það heldur betur.

Stólarnir eru opinberlega byrjaðir í úrslitakeppninni og fleiri lið…og þið kannski líka?

Jájájá…algerlega. Þessi leikur var nú bara svolítið svoleiðis. Það sást vel að þetta var mikilvægur leikur fyrir bæði lið og bæði lið ætluðu sér sigur.

Mikið rétt. Þú sérð ekkert eftir því að hafa tekið við liðinu og komið aftur í baráttuna…

Neinei alls ekki!

Þetta fellur kannski ykkar megin næst…

Jájá, við höldum bara áfram…það er bara að undirbúa sig og mæta grimmir í næsta leik.

Eitt að lokum, nú ákveður þú að taka við þessu liði…það er væntanlega vegna þess að þú sérð eitthvað í þessu liði…?

…algerlega…

…þú gerir þér væntanlega vonir um að geta farið langt með liðið…

Að sjálfsögðu, mér finnst þetta vera mjög gott lið og miklir möguleikar með það en deildin er vissulega mjög sterk. Við sýndum alveg glimrandi kafla í kvöld en duttum líka niður á lágt plan. Við þurfum að stytta slæmu kaflana.

Sagði Sverrir Þór Sverrisson og það er afar spennandi að sjá hversu langt hann kemst með liðið í úrslitakeppninni.