Einn leikur fór fram í Subway deild karla í kvöld.

Njarðvík lagði Vestra nokkuð örugglega á Jakanum á Ísafirði, 82-115.

Eftir leikinn er Njarðvík í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Vestri er í 11. sætinu með 8 stig.

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Marko Jurica með 25 stig, 7 fráköst og Nemanja Knezevic honum næstur með 17 stig og 10 fráköst.

Fyrir Njarðvík var það Mario Matasovic sem dró vagninn með 26 stigum, 6 fráköstum og Fotios Lampropoulos bætti við 21 stigi og 13 fráköstum.

Vestri á næst leik komandi fimmtudag 24. mars gegn Blikum í Smáranum, en Njarðvík degi seinna föstudag 25. mars heima í Ljónagryfjunni gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar.

Staðan í deildinni

Leikur dagsins

Subway deild karla

Vestri 82 – 115 Njarðvík

Vestri: Marko Jurica 25/7 fráköst, Nemanja Knezevic 17/10 fráköst, Rubiera Rapaso Alejandro 16, Ken-Jah Bosley 9/6 stoðsendingar, Hugi Hallgrimsson 6, Hilmir Hallgrímsson 3/5 fráköst, Friðrik Heiðar Vignisson 3, Arnaldur Grímsson 2, Blessed Parilla 1, Krzysztof Duda 0, James Parilla 0, Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson 0.


Njarðvík: Mario Matasovic 26/6 fráköst, Fotios Lampropoulos 21/13 fráköst, Dedrick Deon Basile 20/8 stoðsendingar, Nicolas Richotti 10/6 fráköst/10 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 10, Maciek Stanislav Baginski 8/7 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 8, Jan Baginski 6, Elías Bjarki Pálsson 6/5 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0.