VÍS bikarvikan er senn á enda í Smáranum, en þar hefur verið leikið til úrslita í bikarkeppni í meistara og yngri flokkum.

Karfan spjallaði við Neil Wilkinson leiðbeinanda frá FIBA um stöðu dómara á Íslandi og hvernig honum þætti þróunin hafi verið á síðustu árum. Neil hefur komið nokkur síðustu ár til Íslands, fylgst með leikjum dómara og gefið gagnrýni á þá fyrir hönd FIBA, en ásamt Íslandi leiðbeinir hann einnig dómurum á Gíbraltar. Þessa vikuna hefur hann gefið gagnrýni á leiki allra dómara í VÍS bikarvikunni.