Haukar tryggðu sér í kvöld sigur í fyrstu deild karla með sigri á Álftanesi í Ólafssal, 85-67. Haukar eftir leikinn með 46 stig, 6 stigum á undan Hetti sem að töpuðu í kvöld fyrir Sindra á Höfn í Hornafirði og geta ekki náð þeim úr þessu. Það verða því Haukar sem fara beint upp í Subway deildina, eftir aðeins eitt tímabil í fyrstu deildinni.

Önnur úrslit kvöldsins

Hér fyrir neðan má sjá mynd af því þegar að Máté og Finn Atla var sýnt að Höttur hefði tapað sínum leik og að sigur væri nóg fyrir Hauka til að fara upp um deild:

Karfan spjallaði við Máté Dalmay þjálfara Hauka eftir leik í Ólafssal.

Myndir / Hafliði Breiðfjörð