Martin Hermannsson og Valencia lögðu Murcia í dag í ACB deildinni á Spáni, 71-72.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi undir lokin, en það var Martin sem setti síðustu stig Valencia í leiknum þegar um 30 sekúndur voru eftir.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 6 stigum, 2 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Eftir leikinn er Valencia í 4.-5. sæti deildarinnar með 67 stig líkt og Joventut.

Tölfræði leiks