Martin Hermannsson og Valencia lögðu Tryggva Snæ Hlinason og Casademont Zaragoza í dag í ACB deildinni á Spáni, 81-79.

Eftir leikinn er Valencia í 5.-6. sæti deildarinnar með 64 stig á meðan að Zaragoza er í 13. sætinu með 35 stig.

Á tæpum 25 mínútum spiluðum skilaði Martin 3 stigum, frákasti og 6 stoðsendingum. Tryggvi Snær lék einnig 25 mínútur og var með 10 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiks