Martin Hermannsson og Valencia lögðu Manresa í kvöld í ACB deildinni á Spáni, 90-85.

Eftir leikinn er Valencia í 4.-5. sæti deildarinnar með 64 stig líkt og Joventut.

Á rúmum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 19 stigum, 2 fráköstum, 3 stoðsendingum og stolnum bolta, en hann var framlagshæstur í liði Valencia með 22 framlagsstig fyrir frammistöðuna.

Næsti leikur Martins og Valencia í ACB deildinni er þann 20. mars gegn Tryggva Snæ og liðsfélögum hans í Casademont Zaragoza.

Tölfræði leiks