Martin Hermannsson og Valencia lögðu Bourg en Bresse í kvöld í EuroCup, 77-88.

Eftir leikinn er Valencia í efsta sæti B hluta keppninnar með tíu sigra og fjögur töp það sem af er tímabili.

Martin hafði verið frá í síðasta leik Valencia, þar sem liðið lagði Barcelona í ACB deildinni, en var aftur kominn í leikmannahópinn í kvöld.

Á tæpum 26 mínútum spiluðum skilaði Martin 5 stigum, 12 stoðsendingum og 2 stolnum boltun, en hann var framlagshæstur í liði Valencia með 19 í framlag.

Næsti leikur Valencia í ACB er þann 14. mars gegn Manresa, en tveimur dögum seinna leika þeir svo aftur í EuroCup, þann 16. mars gegn Reyer Venice.

Tölfræði leiks