Lykilleikmaður 20. umferðar Subway deildar karla var leikmaður Tindastóls Sigtryggur Arnar Björnsson.

Í góðum sigri Stólana á Keflavík í Síkinu var Sigtryggur Arnar besti leikmaður vallarins. Á rúmum 34 mínútum spiluðum skilaði hann 35 stigum, 8 fráköstum, 7 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Þá var hann nánast óstöðvandi úr djúpinu í leiknum, setti niðu 10 þrista úr 18 tilraunum og var með 38 í framlag fyrir frammistöðuna.

Lykilleikmenn:

 1. umferð – Shawn Derrick Glover / KR
 2. umferð – Hilmar Pétursson / Breiðablik
 3. umferð – Ronaldas Rutkauskas / Þór
 4. umferð – David Okeke / Keflavík
 5. umferð – Kristófer Acox / Valur
 6. umferð – Daniel Mortensen / Þór
 7. umferð – Sigvaldi Eggertsson / ÍR
 8. umferð – Kristófer Acox / Valur
 9. umferð – Everage Lee Richardson / Breiðablik
 10. umferð – Hörður Axel Vilhjálmsson / Keflavík
 11. umferð – Robert Eugene Turner III / Stjarnan
 12. umferð – Julio de Assis / Vestri
 13. umferð – Igor Maric / ÍR
 14. umferð – Naor Sharon / Grindavík
 15. umferð – EC Matthews / Grindavík
 16. umferð – Everage Richardson / Breiðablik
 17. umferð – Daniel Mortensen / Þór
 18. umferð – Dani Koljanin / KR
 19. umferð – Hlynur Bæringsson / Stjarnan
 20. umferð – Sigtryggur Arnar Björnsson / Tindastóll