Haukar lögðu Breiðablik í kvöld í lokaleik Subway deildar kvenna, 74-65.

Haukar enduðu því í 3. sæti deildarkeppninnar með 30 stig á meðan að Breiðablik hafnaði í 7. sætinu með 12 stig.

Atkvæðamest fyrir Hauka í kvöld var Lovísa Björt Henningsdóttir með 31 stig, 4 fráköst og þá bætti Eva Margrét Kristjánsdóttir við 14 stigum.

Fyrir Blika var Isabella Ósk Sigurðardóttir atkvæðamest með 12 stig og 12 fráköst. Henni næst var Birgit Ósk Snorradóttir með 13 stig og 8 fráköst.

Næst á dagskrá hjá Haukum er undanúrslitaeinvígi liðsins gegn Val, en Breiðablik er komið í sumarfrí.

Tölfræði leiks