Fjórir leikir fara fram í yngri flokka og meistaraflokks úrslitum VÍS bikarkeppninnar í dag í Smáranum.

Í fyrstu tveimur leikjum dagsins mætast Keflavík og Stjarnan í 9. flokki stúlkna og síðan KR og Stjarnan í 10. flokki drengja.

Seinni partinn eigast svo við Stjarnan og Þór í meistaraflokki karla og Haukar og Breiðablik í meistaraflokki kvenna.

Hérna er dagskrá VÍS bikarvikunnar

Hérna er leikskrá VÍS bikarvikunnar

Lifandi tölfræði verður að finna hér og leikirnir verða í beinum vefútsendingum og á RÚV 2.

Leikir dagsins

19. mars 2022 | yngri og meistaraflokkar

10:00   9. flokkur stúlkna       Keflavík Stjarnan – Bein útsending hér

12:30    10. flokkur drengja     KR Stjarnan – Bein útsending hér

16:45   Bikarúrslit karla Stjarnan Þór – Bein útsending RÚV 2

19:45   Bikarúrslit kvenna Haukar Breiðablik – Bein útsending RÚV 2