Körfuboltabúðir Vestra verða haldnar 9.-12. júní 2022 á Ísafirði. Búðirnar eru fyrir iðkendur frá 11 til 16 ára aldurs. Yfirþjálfari í ár er Ingi Þór Steinþórsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og margfaldur Íslandsmeistari. Búðirnar skarta venjulega mörgum af fremstu þjálfurum landsins, en hér fyrir neðan má sjá hvaða þjálfarar verða honum til halds og trausts þetta árið.

Vegna heimsfaraldurs Covid-19 voru engar búðir haldnar 2020 og 2021, en þar áður höfðu þær verið vel sóttar og heppnaðar. Allar frekari upplýsingar og skráningu er að finna á heimasíðu búðanna hér fyrir neðan.

Körfuboltabúðir Vestra