Keflavík lagði Njarðvík í kvöld í lokaleik Subway deildar kvenna, 72-62.

Njarðvík endaði því í 4. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Keflavík hafnaði sæti neðar í því 5. með 22 stig.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í kvöld var Daniela Wallen með 22 stig, 17 fráköst og Ólöf Rún Óladóttir bætti við 12 stigum.

Fyrir Njarðvík var Aliyah Collier atkvæðamest með 34 stig og 15 fráköst. Henni næst var Kamilla Sól Viktorsdóttir með 12 stig.

Næst á dagskrá hjá Njarðvík er undanúrslitaeinvígi gegn nýkrýndum deildarmeisturum Fjölnis á meðan að Keflavík er komið í sumarfrí.

Tölfræði leiks