Keflavík lagði Íslandsmeistara Vals í kvöld í spennuleik í Subway deild kvenna, 74-72.

Eftir leikinn er Valur í 2. sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Keflavík er í 5. sætinu með 18 stig.

Atkvæðamest fyrir Keflavík í leiknum var Daniela Wallen með 20 stig, 20 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Anna Ingunn Svansdóttir við 25 stigum og 4 stoðsendingum.

Fyrir Val var það Ameryst Alston sem dró vagninn með 27 stigum og 11 fráköstum. Henni næst var Ásta Júlía Grímsdóttir með 15 stig og 18 fráköst.

Keflavík á leik næst þann 26. mars gegn Breiðablik í Smáranum á meðan að Valur leikur degi seinna þann 27. mars heima í Origo Höllinni gegn Haukum.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins